Vefheimar | Vefsíðugerð

Heim Þjónusta Vefumsjónarkerfið Joomla

Vefumsjónarkerfið Joomla

Vefumsjonarkerfid joomlaGott vefumsjónarkerfi þarf að vera einfalt í notkun og auðvelt að bæta við nýju efni. Einnig þarf það að vera sveigjanlegt fyrir þá sem lengra eru komnir í vefsíðugerð svo auðvelt sé að bæta við vefsíðuna.

Joomla! vefumsjónarkerfið er eitt það mest notaða á markaðnum í dag. Það er áreiðanlegt og mjög öflugt en einfalt í notkun, en allar okkar vefsíður eru settar upp í Joomla!.

Sem dæmi um vinsældir kerfisins þá hefur því verið niðurhalað yfir 6 milljón sinnum frá 2007 og yfir 4.000 viðbótareiningar eru í boði svo möguleikarnir eru svo til endalausir.

Kerfið er svokallað "Open Source" kerfi og er því frítt svo engin mánaðargjöld þarf að greiða fyrir notkun á Joomla!

Viðskiptavinir okkar fá grunnkennslu á Joomla! þegar vefur er afhentur og geta því uppfært vefsíðuna sjálfir og haldið henni lifandi. Fljótlegt er að læra á helstu aðgerðir sem duga til að halda síðunni lifandi s.s að breyta texta og setja inn myndir. Annar kostur er að leigja vefstjóra frá Vefheimum.

Hér má nefna örfá dæmi um möguleika Joomla!:

 • Aðgangsstýring vefstjóra, ritstjóra, notenda, viðskiptavina o.fl.
 • Forsíðukerfi – Mögulegt að stjórna birtingu greina sjálfvirkt.
 • Aðgangsstýrt innranet með upplýsingar fyrir viðskiptavini sem hafa fengið notandanafn og lykilorð
 • Frétta og greinakerfi
 • Hafa samband vefform
 • Leit innan vefsvæðis
 • Viðburðardagatal
 • Kannanakerfi
 • Fréttabréf og markpóstur
 • Tilkynningar og fréttaskot
 • Umsagnir viðskiptavina
 • Auglýsingaborðar
 • Dagskrárkerfi
 • Myndagallerý
 • Videógallerý
 • Bókunarform
 • Fréttabréfakerfi
 • Spjallborð
 • Dagskrárkerfi
 • Auglýsingaborðakerfi
 • Vörukynningakerfi
 • Myndasafn
 • Viðburðadagatal
 • Vefverslunarkerfi
 • O.fl.

TILBOD1Fáðu tilboð í þína vefsíðu! 

Fylltu út einfalt form og við sendum þér tilboð innan skamms. Þetta er svona einfalt....

Sendu Fyrirspurn...